Árbærinn er staður ævintýra og útivistar, enda er hann aðeins steinsnar frá Elliðaárdal og Rauðavatni. Skátafélagið Árbúar er öflugt skátafélag sem heldur úti skemmtilegu skátastarfi yfir sumartíma jafnt sem vetrartíma. Útilífsskóli Árbúa byggir á mikilli útiveru, póstleikir, útieldun, skátaleikir, tálgun og margt fleira. Um er að ræða viku námskeið, verð hver vika kl 15.500.
Námskeið í boði 2020
- Vika 8. – 12. júní
- Vika 15. – 19. júní
- Vika 22. – 26. júní
- Vika 29. – 03. júlí
- Vika 06. – 10. júlí
- Vika 13. – 17. júlí
- Vika 10. – 14. ágúst
Upplýsingar:
- Námskeiðin eru ætluð bönum á aldrinum 8 til 12 ára. (fædd 2008 – 2012)
- Námskeiðið stendur yfir frá kl. 9:00 til 16:00.
- Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með þjú nesti yfir daginn.
- Allir þátttakendur / forráðamenn fá sendan með sér ítarlegan bækling um tilhögun námskeiðisins í upphafi námskeiðs.
Skráning fer frá á www.skatar.felog.is
Netfang: arbuar@arbuar.is