Nú styttist í marga viðburði hjá félaginu og þá er sko eins gott að vera skráður í félagið svo að maður missi nú ekki af neinu J

Drekaskátarnir ætla að vera með hristing þann 7. október. Hristingur er gistinótt í skátaheimilinu þar sem drekarnir fá æfingu í að fara að gista með hópnum, elda, leika, vinna að ýmis konar verkefnum og hafa það notalegt saman. Mæting er í skátaheimilið kl 18:00 á föstudeginum og lýkur kl. 12:00 að hádegi laugardags. Verð fyrir hristinginn er 500 kr og innifalið í því er allur matur og dagskrá.

Dróttskátarnir ætla að vera með sitt árlega Lan mót þann 8. október í skátaheimilinu. Á þessu móti er verið að spila tölvuleiki eins lengi og hægt er, gista í skátaheimilinu og hafa gaman saman. Verð fyrir Lan mótið er 1.500 kr. og er innifalið í því matur og allt sem tengist neti og tengja saman tölvur.

Helgina 14.-16. október verður svo Félagsútilega Árbúa og er hún ætluð Fálkaskátum og eldri. Farið verður í Skátafell í Skorradal eins og í fyrra og mun kosta 2.000 kr. í hana. Innifalið í því er allur matur, dagskrá og rútuferðir.

Skráningar á alla þessa flottu viðburði fer fram á https://skatar.felog.is/ og lýkur henni fimmtudaginn 6. október fyrir Hristing og Lan mót en 11. október fyrir Félagsútileguna.

Ef það eru einhverjar spurningar endilega sendið okkur línu á arbuar@skatar.is eða komið við / hringið á opnunartíma skrifstofu.

Við mælum með: