Þá eru allir fundartímar komnir á hreint og skátastarfið hefst samkvæmt þessari tímatöflu mánudaginn 5. september

Drekaskátar (7-9 ára) eru á þriðjudögum kl. 16:00-17:15
Fálkaskátar (10-12 ára) eru á mánudögum kl. 17:00-18:30
Dróttskátar (13-15 ára) eru á þriðjudögum kl. 19:30-21:00
Rekkaskátar (16-18 ára) eru á miðvikudögum kl. 19:00-22:00
Róverskátar (19-22 ára) eru á miðvikudögum kl. 19:00-22:00

Opnað verður fyrir skráningu föstudaginn 2. september og biðjum við þá sem þegar hafa skráð börnin sín að gera það aftur því verið er að skipta um skráningarkerfi.

Skrifstofan verður opin í vetur á mánudögum kl. 17:00-18:30 og þriðjudögum kl. 16:00-17:30, endilega kíkið við og spjallið um skátastarfið og/eða ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað við.

Hlökkum til að sjá alla aftur

Kveðja
Stjórn og foringjar Árbúa

Við mælum með: