Lög félagsins

1. Grein
Félagið heitir skátafélagið Árbúar. Heimili þess og starfssvæði er Selás, Ártúnsholt, Norðlingarholti og Árbæjarhverfi í Reykjavík.

2. Grein
Félagið er aðili að Bandalagi íslenskra skáta (BÍS) og Skátasambandi Reykjavíkur (SSR) og starfar eftir lögum þeirra.

3. Grein
Tilgangur félagsins er að bjóða upp á skátastarf samkvæmt grunngildum Bandalags íslenskra skáta.

Grunngildi Bandalags íslenskra skáta eru af þrennum toga:

  1. Samfélagsleg gildi sem tengjast hlutverki skátahreyfingarinnar:

a. Skátahreyfingin er alþjóðleg uppeldis- og friðarhreyfing sem stuðlar að menntun ungs fólks með sjálfsnámi.
b. Skátahreyfingin er opin öllum og óháð stjórnmálasamtökum.

2. Siðferðileg gildi sem finna má í:

a. Skátaheiti.
b. Skátalögum.
c. Kjörorði skáta.

3. Aðferðafræðileg gildi sem fólgin eru í Skátaaðferðinni og byggja á:

a. Stigvaxandi sjálfsnámi.
b. Kerfi innbyrðis tengdra lykilþátta.

Grunngildi Bandalags íslenskra skáta mynda sameiginlega grundvöll skátastarfs og skilgreina þannig sérstöðu þess.

4. Grein
Aðild að skátafélaginu Árbúum er opin öllum skamkvæmt nánari kynningu á því aldurbili sem félagið starfar með á hverjum tíma.
Skátastarf miðast við þarfir allra einstaklinga að svo miklu leyti sem aðstæður leyfa á hverjum tíma.
Árbúar virða sérhverja lífsskoðun sem samræmist skátaheitinu og skátalögunum. Í skátastarfi og við inngöngu nýliða skal virða og engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis, kynhneigðar eða annarra ástæðna.

5. Grein
Aðalfundur félagsins skal haldinn í febrúarmánuði ár hvert og skal til hans boðað skriflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Fundarboð skal hengt upp í skátaheimilinu og sent með tölvupósti til fullgildra félaga og BÍS. Ef aðalfundur er löglega boðaður telst hann löglegur. Rétt til fundarsetu á aðalfundi hafa:  Með atkvæðisrétt: Allir fullgildir félagar 16 ára og eldri.  Án atkvæðisréttar: Aðrir fullgildir félagar og fulltrúar stjórna BÍS og SSR og sérstakir boðsgestir.

6. Grein
Verkefni aðalfundar eru:
I. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
II. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár lögð fram – Umræður.
III. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðastliðið starfsár – Umræður og afgreiðsla
IV. Lagabreytingar. V. Kosning félagsforingja til eins árs í senn.
VI. Kosning 2. einstaklinga í stjórn til tveggja ára.
VII. Kosning eins skoðunarmanns reikninga félagsins.
VIII. Önnur mál.

7. Grein
Stjórn félagsins skal skipuð fimm einstaklingum, félagsforingja, aðstoðarfélagsforingja, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Kosning þeirra skal vera leynileg ef einhver óskar þess. Einn stjórnmanna skal hafa umsjón með hverri skátaeiningu (drekaskáta, fálkaskáta, dróttskáta, rekkaskáta og róverskáta). Skoðunarmenn reikninga eru tveir, annar kosinn af aðalfundi, en hinn skipaður af stjórn SSR. Hætti stjórnarmaður störfum á kjörstímabilinu kýs foringjaráð félagsins annan í hans stað til næsta aðalfundar.

8. Grein
Félagsforingi skal ekki vera yngri en 25 ára. Gjaldkeri skal vera fjárráða.
9. Grein
Í félaginu starfar félagsráð sem í eiga sæti félagsstjórn og allir æðri foringjar félagsins (aðstoðarsveitarforingjar og æðri) ennfremur fulltrúi foreldraráðs. Félagsráð heldur fundi á um það bil sex vikna fresti. Stjórnarmeðlimir skiptast á að stjórna fundum félagaráðs.
10. Grein
Reikningsár félagsins miðast við almanaksárið. Hætti félagið störfum skal SSR ráðstafa eigum þess.
11. Grein
Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breytingar nái fram að ganga. Tillögur um lagabreytingar skulu berast til stjórnar félagsins minnst 10 dögum fyrir boðaðan aðalfund.  
Lög Skátafélagsins Árbúar voru
samþykkt á aðalfundi 12. apríl 1994,
breytt á aðalfundi 27. febrúar 1997,
breytt á aðalfundi 26. febrúar 2009,
breytt á aðalfundi 22. febrúar 2016.