FULLORÐNIR Í SKÁTASTARFI

Skátastarf er æskulýðsstarf en það þrífst þó ekki án aðkomu fullorðina. Fullorðnir geta stutt við starfið á margan hátt, allt eftir áhuga og getu. Fullorðnir geta líka tekið virkan þátt og skemmt sér konunglega eins og fjölmörg dæmi eru um. Endilega bætið ykkur við í facebook hópinn okkar “Bakland Árbúa” ef þið hafið áhuga á að bætast í hópinn.

Starf fullorðinna

Til að halda úti góðu skátastarfi fyrir börn og unglinga þarf ábyrga og fullorðna einstaklinga sem sinna verkefnum fyrir skátafélögin til lengri og skemmri tíma.

Það er alls ekki nauðsynlegt að hafa tekið þátt í skátastarfi áður til þess að geta lagt starfinu lið – öll höfum við eitthvað fram að færa sem nýtist til þess að mögulegt sé að halda úti þessu mikilvæga starfi fyrir börn og unglinga. Skátarnir hafa unnið vandað efni sem er nokkurs konar verkfærakista fyrir skátafélögin og aðstoða þau við að laða til sín fullorðna í starfið. Þessi gögn eru öll aðgengileg á skátavefnum og eru fróðleg lesning bæði fyrir starfandi skáta og einnig þá fullorðnu aðila sem velta fyrir sér að leggja starfinu lið. :: Skoða

Ef þú hefur áhuga á því að leggja Árbúum lið endilega hafðu samband við okkur í gegnum arbuar@skatar.is eða bættu þér við í facebook hópinn okkar “Árbúar” https://www.facebook.com/groups/275425985816982/.

Dæmi um viðfangsefni fullorðinna

Verkefnin sem fullorðnir geta sinnt í þágu skátafélaganna eru nánast óteljandi. Sumir taka að sér að vera foringjar yfir skátasveit eða stuðningsaðilar við starfið í skátasveitunum. Aðrir taka sæti í stjórn, ráðum og nefndum, aðstoða við skátamót og útilegur, hjálpa til við rekstur félagsins og húsnæðis og svo mætti lengi telja.

Vilt þú vera með?

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í skátastarfi eða leggja starfinu lið með einhverjum hætti gætir þú byrjað á því að skoða hvaða skátafélag er næst þér.  Einnig er hægt að hafa samband við Skátamiðstöðina, sími 550-9800, og fá aðstoð.