Þá er skráningin komin á fullt eftir að búið er að leysa öll vandamál sem komu í upphafi notkunar á nýja skráningarkerfinu, skráningin fer fram hér. Fyrstu skátafundirnir voru í síðustu viku og var mjög góð mæting á þá. Skátarnir skipulögðu næstu fundi og nýttu svo góða veðrið til þess að fara út í leiki enda gott að hreyfa sig vel eftir mikla hugmyndavinnu. Búið er að setja dagskrár sveitanna inn á síðu hverrar sveitar og hvetjum við ykkur til þess að fylgjast vel með þar. Einnig er búið að bæta öllum viðburðum félagsins og sveitanna inn á dagatalið hér til hliðar sem er líka áhugavert fyrir ykkur að skoða.

Við minnum svo á að allir fundir í september eru prufu fundir og er því öllum velkomið að kíkja við og sjá hvað við erum að gera 🙂

Fundartímar vetrarins 2016-2017

Drekaskátar (7-9 ára) – þriðjudaga kl. 16:00-17:15
Fálkaskátar (10-12 ára) – mánudaga kl. 17:00-18:30
Dróttskátar (13-15 ára) – þriðjudaga kl. 19:30-21:00
Rekka- og Róverskátar (16-22 ára) miðvikudagar kl. 19:00-22:00

Við mælum með: