DREKASKÁTAR

Skátar á aldrinum 7-9 ára nefnast drekaskátar. Í augum barnanna er skátastarfið sannkallað ævintýri, leikir og spennandi verkefni í hópi jafnaldra – þannig á það líka að vera.

Starfið í drekaskátum

drekar-utieldun

Drekaskátasveitin Rauðhalar er fyrir börn fædd 2010 til 2012.
Hún heldur fundi á þriðjudögum kl. 17:00 – 18:15 í skátaheimilinu Hraunbæ 123.
Sveitaforingi er Aldís Birta Gautadótir.
Aðstoðarsveitarforingi Hlynur Magnússon.
Aðstoðarforingjar eru Hrafnhildur Kristín Óladóttir, Katrarína Guðgeirsdóttir og Lilja Dís Hauksdóttir .

Ævintýrið, leikirnir og verkefnin gegna þess vegna mikilvægu hlutverki í skátastarfi 7-9 ára barna, því með þeim kennum við börnunum hjálpsemi og glaðværð, sjálfstæði og tillitssemi, ábyrgð og að bera virðingu fyrir náttúrunni.

Drekaskátafundir eru að jafnaði vikulega, auk þess sem drekaskátar fara reglulega í dagsferðir og styttri leiðangra. Starfsvettvangur þeirra er þéttbýlið, líf í borg og bæ, þeir læra að þekkja umhverfi sitt, hættur í daglegu lífi og rétt viðbrögð við þeim.

 Vertu með! Smellið hér til að skrá þig í skátana

 

Dagskrá haust 2018:

ÚTIVIST
4. september – Kynningarfundur
11. september – Leikir og kosningar
18. september – Eldurinn
25. september – Hnútur mánaðarins
2. október – Tálgun I
9. október – Tálgun II

VÍSINDAMAÐURINN
16. október – Hnútur mánaðarins
23. október – Opinn fundur, bakað án uppskriftar
30. október – Halloween
06. nóvember – Opinn fundur- klifur
9.-10 nóvember – Hristingur, gist í skátaheimilinu. (frekari upplýsingar síðar)
13. nóvember – Snjóleikjafundur, vonandi 🙂

KOKKURINN
20. nóvember – Hnútur mánaðarins
27. nóvember – Ísmeistarinn
04. desember – Piparkökukallinn
11. desember – Opinn fundur (skreyta hnútakrukkur og fl)

Skátarnir eru beðnir um að mæta alltaf klædd eftir veðri enda eru skátar ávallt viðbúnir!

Í hverjum mánuði verður hnútur mánaðarins sem skátarnir læra og þurfa að taka með sér fyrir þann fyrsta fund glæra krukku sem búið er að hreinsa. Krukkuna skreyta krakkarnir yfir starfið og safna í sína krukku þeim hnútum sem við lærum. Endilega endurnýtið t.d. sultukrukkur, fetaostakrukkur eða einhverjar aðrar sem þið eigið, enda er eitt af skátalögunum: Skáti er nýtinn.

Yfir önnina förum við einnig í skátaheitið og þau fjögur skátalög sem drekaskátarnir læra.

Mikilvægar dagsetningar fyrir drekaskátanna eru Sumardagurinn fyrsti og eru drekaskátarnir hvattir til að koma og ganga fremst og leiða skrúðgönguna.
Fyrir áramót er stefnt á að halda hristing en þá fáum við vinasveit okkar í heimsókn frá Akranesi og við gistum saman í Árbúaheimilinu, eftir áramót förum við með strætó til Akraness í heimsókn.
Frekari upplýsingar um mót og ferðir koma þegar nær dregur.

Frekari upplýsingar fást hjá arbuar@skatar.is, eins hvetjum við ykkur til að fylgjast með facebook síðu okkar.

 

Ath! dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.