Útilífsskólinn

Útilífsskóli Árbúa

Árbærinn er staður ævintýra og útivistar, enda er hann aðeins steinsnar Elliðaárdal og Rauðavatni. Skátafélagið Árbúar er öflugt skátafélag sem heldur úti skemmtilegu skátastarfi yfir sumartíma jafnt sem vetrartíma. Útilífsskóli Árbúa byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru sund, stangveiði, náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, skátaleikir og margt fleira.  Um er að ræða viku námskeið og í sumum vikunum er boðið uppá gistingu/útilegu.

Upplýsingar:

 • Starfssvæði Útilífsskóla Árbúa eru Ártúnsholt, Árbær, Selás og Norðlingaholt.
 • Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára. (fædd 2007-2011)
 • Þá daga sem námskeiðin eru haldin innanbæjar stendur dagskráin yfir frá kl. 9.00 til 16.00. Farið er í útileguna kl. 10.00 á fimmtudegi og komið til baka kl. 15.00 á föstudegi.
 • Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir daginn.
 • Allir þátttakendur fá sendan ítarlegan tolvupóst um tilhögun námskeiðsins og útilegunnar í upphafi námskeiðs.
 • Þátttökugjöld skal greiða við skráningu barns inná skatar.felog.is. Innifalið í verði er öll dagskrá, rútukostnaður, sundferðir og gisting
 • Ef barnið er með lögheimili utan Reykjavíkur þarf að senda tölvupóst á skátafélagið arbuar@skatar.is með kennitölu barns.

Námskeið 2019

 1. námskeið 11.-14. júní kr 14.000.-
 2. námskeið 18.-.21. júní kr 18.000.- gisting
 3. námskeið 24.-.28.júní kr 14.000.-
 4. námskeið 1.-5. júlí kr. 18.000.- útilega
 5. námskeið 8.-12. júlí kr 14.000.-
 6. námskeið 15.-.19. júlí kr. 18.000.- útilega
 7. námskeið 12-16. ágúst kr. 14.000.-
Verð:
Ein vika með gistingu/útilegu kr. 18.000.-
Ein vika án gistingu/útilegu kr. 14.000.
Skráning fer fram á skatar.felog.is

Allar upplýsingar má nálgast á utilifsskoli.is