Í þessari viku eru síðustu skátafundir á þessari önn og þennan veturinn. Við ætlum að kveðja vetrarstarfið með uppskeruhátíð sem haldin verður við skátaskálann á Árbæjarsafni 19. maí kl. 17:30. Við hvetjum foreldra og systkini að koma með skátanum á hátíðina og viljum við biðja ykkur um að skrá þann fjölda sem mætir því við ætlum að grilla pylsur. Skráning fer fram hér

Við þökkum fyrir ævintýralegan og skemmtilegan vetur og hlökkum til að sjá ykkur aftur nk. haust 🙂

Skátakveðja

Stjórn, foringjar og starfsmenn

Skátafélagsins Árbúa

Við mælum með: