Um félagið

Skátafélagið Árbúar

Skátafélagið Árbúar þjónustar Ártúnsholti, Árbæ, Selás, Grafarholti og Norðingarholti. Félagið var stofnað 22. febrúar 1977 og starfar í dag í Hraunbæ 123. Félagið er með skátastarf fyrir krakka frá 7 – 22 ára aldri. Einnig höfum við starfrækt bakland fyrir eldri skáta og þá sem hafa áhuga á að taka þátt í viðburðum félagsins eða rétta hjálparhönd við okkar margvíslegu verkefni. 

Fyrstu upplýsingar um áhuga á skátastarfi í hverfinu er undirskriftarlisti dagsettur 31 mars 1974 þar sem Skúli Sverrisson sendir bréf sem stílað er til Herra höfðingja þar lýst er yfir áhuga á stofnun skátafélags í Hraunbæ og biður hann herra höfðingja að senda hingað reynda skáta til að kanna málin, jafnframt tekur hann fram að æskilegt væri að tala við gamla skáta og ath hvort þeir hefðu áhuga á að endurnýja starf sitt og kraft. Undir þetta skrifa 60 manns og tekið er fram á undirskriftalistanum að aðeins hafi verið farið í 13 stigaganga þannig að greinilegt er að mikill áhugi hefur verið til staðar.

Undirbúningur að stofnun félagsins hófst haustið 1976 þegar Nína Hjaltadóttir boðaði til fundar í Framfarafélagshúsinu 23 október kl 1500 (skilst að þar hafi  Árbæjarskóli einnig verið til  húsa þegar hann byrjaði)

3 nóvember sama ár boðar Bandalag Íslenskra skáta til fundar þar sem stofnað var foreldraráð sem hafði það hlutverk að vera stuðningsmannhópur við stofnun Skátafélags í Árbæjar og Seláshverfi. Í þessu ráði voru áhugasamir foreldrar sem allir voru íbúar hverfisins. Nína fól Aðalsteini Hallgrímssyni að stofna félagið formlega. Jafnframt var einum úr foreldrahópnum falið að tala við prestinn og kanna hvort hægt væri að fá inni í gamla skólanum og hefja skátastarf þar.

Einhvað hefur presturinn ekki verið vel fyrir kallaður þvi að fyrsta skátaheimili félagsins var ekki í kirkjunni heldur var það Skólagarðakofinn fyrir neðan Árbæjarsafn, félagið var svo nánast húsnæðislaust á 4tímabili og voru fundir haldnir í andyri kirkjunnar og heima hjá skátunum, félagið fékk svo aðstöðu í félagsmiðstöðinni Árseli 1981, þaðan fluttum við 2003 í það húsnæði sem við erum í enn í dag.

Fyrsta innritun í félagið var svo laugardaginn 13 nóvember 1976. Ljóst er á félagatali að ekki skorti áhugann í hverfinu því þetta fyrsta starfsár voru 60 manns skráð í félagið. Strax næsta starfsár hafði markaðssetning félagsins greinilega tekist vel því að starfsárið 1977 -1978 voru 154 skráðir í félagið, haldnir voru 238 fundir, farið var í 11 dagsferðir og 9 útilegur. Það er því ljóst að starfið fór vel á stað og mikill áhugi var í hverfinu á skátastarfi.

Föstudaginn 19.11.1976 var samþykkt að nota það merki félagsins sem við þekkjum enn í dag, en þess má þó geta að merkið hefur þó tekið smávægilegum breytingum í gegnum árin en þó aðallega í litum.

Formlegur stofnunardagur er svo skráður 22 febrúar 1977. Árbúar fóru strax 1977 að taka þátt í göngu um hverfið á sumardaginn fyrsta og vera með uppákomur því tengt og var samhljómur um að vera frekar með hverfahátið heldur en að taka þátt í hátíðarhöldum niður í bæ. Þeirri venju hafa Árbúar haldið alla tíð síðan og fara árlega á sumardaginn fyrsta í flottri fánaborg í gegnum hverfið okkar og enda í Árbæjarkirju sem um þessar mundir fagnar einmitt stórum áfanga.

Í upphafi höfðu Árbúar umsjón með skálum sem skátar gátu nýtt sér. Var þar um að ræða Silungapoll ca 1978-1980 sem staðsettur var í Rauðhólum,  Kút og Surt fyrir eldri skáta sem staðsettir voru á Hellisheiði auk þess sem félagið hafði síðar á sinni könnu Hafravatnssvæðið þar með talið skálann. Seinna kom svo til Skáli í Sleggjubeinsskarði sem bar það skemmtilega nafn Glaumbær.

Árbúar hafa komið að ýmsu í gegnum árin og má þar t.d nefna að í júlí 1985 tók félagið að sér að sjá um Reykjavíkurmót barnanna sem haldið var í Hljómskálagarðinum, þar sem börn kepptu í allskyns  íþróttum eins og hlaupi, körfu og húlli. Á sumrin hélt félagið sitt eigin skátamót sem nefdist Árbúamót og var það ávalt mikið fjör. Í dag rekur félagið útlilífsskóla á sumrin sem er sá fjölsóttasti á höfuðborgarsvæðinu og erum við ákaflega stolt af því. Auk þess sem við erum með 4 skátasveitir þar sem fólk á aldrinum 9 – 24 ára starfar. Árbúar hafa verið að taka þátt í alls kyns viðburðum bæði hér heima og erlendis og má þar nefna að í janúar tókum við þátt í vetrarskátamóti á Úlfljótsvatni, yngsti hópurinn fór á úlfljótsvatn í júní á drekaskátamót, eldri krakkarnir fóru á landsmót á úlfljótsvatni, hópur fór til Slóveníu á skátamót og um áramót fór árbúi á skátamót í Hong Kong svo einhvað sé nefnt. Það er því alltaf nóg um að vera.

Félagatalið hefur verið eins og vísitalan það hefur farið upp og niður og lagðist félagið nánast af á tímabíli en þökk sé áhugasömu fólki og eldri skátum þá tókst félaginu að ná sér á strik aftur. Flestur var félagafjöldin á árunum 1978 -1983 er störfuðu að jafnaði um 300 manns í félagin á hverjum tíma. Í dag eru starfandi í félaginu tæplega 80 manns á öllum aldri auk þess sem við eigum gott bakland í ykkur foreldrum.

Í 40 ára sögu félagsins hafa 15 manns gengt stöðu félagsforingja. Má þar geta að Aðalsteinn Hallgrímsson gengdi stöðunni frá óformlegri stofnun 1976 til ársins 1983 er Stefanía Jónsdóttir tók við.

Félagið er aðili að Bandalagi íslenskra skáta og Skátasambandi Reykjavíkur.