Þá er ótrúlega flottu Útilífsskóla sumri lokið og þökkum við öllum þeim flottu krökkum sem tóku þátt í sumrinu með okkur fyrir frábæra samveru.

Kynningarvikan fyrir skátastarf veturinn 2016-2017 hafin og foringjarnir eru á fullu að skipuleggja starf vetrarins, fundartímar fara að skýrast og munum við auglýsa þá hér á síðunni síðar í þessari viku. Við hlökkum ótrúlega til að sjá alla félagana okkar aftur og bjóðum nýja félaga hjartanlega velkomna. Hið hefðbunda skátastarf hefst svo 5. september og  fyrir þá sem hafa ekki tekið þátt í starfinu okkar áður er boðið að koma á prufu fund í september til að skoða hvort að skátastarf sé ekki eitthvað fyrir þá.

Endilega fylgist svo með viðburðadagatalinu okkar svo að þið missið ekki af neinu 🙂

Við mælum með: