About arbuar

This author has not yet filled in any details.
So far arbuar has created 26 blog entries.

Foreldrafundur mánudaginn 26. september 2016

Ertu búin að skrá barnið þitt?

Er barnið þitt búið að vera að mæta á skátafundi og líkar vel við skátastarfið? 🙂 Þá hvetjum við þig til þess að skrá barnið þitt sem fyrst í félagið því aðeins einn kynningarfundur er eftir og plássunum fer fækkandi. Skráning fer fram á https://skatar.felog.is/

Allt komið á fullt

Þá er skráningin komin á fullt eftir að búið er að leysa öll vandamál sem komu í upphafi notkunar á nýja skráningarkerfinu, skráningin fer fram hér. Fyrstu skátafundirnir voru í síðustu viku og var mjög góð mæting á þá. Skátarnir skipulögðu næstu fundi og nýttu svo góða veðrið til þess að fara út í leiki enda gott að hreyfa sig vel eftir mikla hugmyndavinnu. Búið er að setja dagskrár sveitanna inn á síðu hverrar sveitar og hvetjum við ykkur til þess að fylgjast vel með þar. Einnig er búið að bæta öllum viðburðum félagsins og sveitanna inn á dagatalið hér til hliðar sem er líka áhugavert fyrir ykkur að skoða.

Við minnum svo á að allir fundir í september eru prufu fundir og er því öllum velkomið að kíkja við og sjá hvað við erum að gera 🙂

Fundartímar vetrarins 2016-2017

Drekaskátar (7-9 ára) – þriðjudaga kl. 16:00-17:15
Fálkaskátar (10-12 ára) – mánudaga kl. 17:00-18:30
Dróttskátar (13-15 ára) – þriðjudaga kl. 19:30-21:00
Rekka- og Róverskátar (16-22 ára) miðvikudagar kl. 19:00-22:00

Hnökrar í skráningarkerfinu

Eins og margir vita eru enn einhverjir hnökrar á nýja skráningarkerfinu og biðjumst við velvirðingar á því, og þiggjum við allar ábendingar svo hægt sé að vinna með þær hindranir sem þið eruð að lenda í. Hægt er að senda okkur tölvupóst á arbuar@skatar.is eða skrifa athugasemd og senda skilaboð á facebook síðu félagsins. Það eru allir velkomnir áfram á skátafundi þrátt fyrir að vera ekki skráðir og við minnum á að í september eru prufu fundir.

Skráningarkerfið komið í lag :)

Þá er skráningarkefið okkar komið í lag 😀 Við biðjum þá sem þegar hafa skráð börnin sín að skrá þau aftur því við höfum ekki þær upplýsingar. Skráningin fer fram á https://skatar.felog.is/ Við hlökkum svo til þess að sjá fálkaskátana á fyrsta fundi vetrarins í dag kl. 17:00 sem og á morgun, þriðjudag, þegar fyrstu fundirnir hjá drekaskátunum er kl. 16:00 og dróttskátunum kl. 19:30.

Endilega hafið samband ef það koma upp einhverjir örðuleikar við skráninguna, getið sent póst á arbuar@skatar.is eða komið við á opnunartíma skrifstofunnar sem er mánudaga kl. 17:00-18:30 og þriðjudaga kl. 16:00-17:30.

Bilun í skráningarkerfinu

Enn eru einhver vandræði með nýja skráningarkerfið okkar en við vonumst til þess að það verði komið í lag á mánudaginn. Við munum tilkynna það hér og á facebook síðu félagsins um leið og hægt er að skrá sig. Fyrir þá sem ætla að halda áfram að starfa með okkur í vetur eða þá sem vilja prófa eru velkomnir á fundina okkar í komandi viku þrátt fyrir að ekki sé búið að skrá. Hér er hægt að sjá hvenær fundartímar sveitanna eru og hverjir verða foringjar. Endilega sendið póst á arbuar@skatar.is ef það eru einhverjar spurningar.

Skátafundir veturinn 2016-2017

Þá eru allir fundartímar komnir á hreint og skátastarfið hefst samkvæmt þessari tímatöflu mánudaginn 5. september

Drekaskátar (7-9 ára) eru á þriðjudögum kl. 16:00-17:15
Fálkaskátar (10-12 ára) eru á mánudögum kl. 17:00-18:30
Dróttskátar (13-15 ára) eru á þriðjudögum kl. 19:30-21:00
Rekkaskátar (16-18 ára) eru á miðvikudögum kl. 19:00-22:00
Róverskátar (19-22 ára) eru á miðvikudögum kl. 19:00-22:00

Opnað verður fyrir skráningu föstudaginn 2. september og biðjum við þá sem þegar hafa skráð börnin sín að gera það aftur því verið er að skipta um skráningarkerfi.

Skrifstofan verður opin í vetur á mánudögum kl. 17:00-18:30 og þriðjudögum kl. 16:00-17:30, endilega kíkið við og spjallið um skátastarfið og/eða ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað við.

Hlökkum til að sjá alla aftur

Kveðja
Stjórn og foringjar Árbúa

Kynningarvika

Þá er ótrúlega flottu Útilífsskóla sumri lokið og þökkum við öllum þeim flottu krökkum sem tóku þátt í sumrinu með okkur fyrir frábæra samveru.

Kynningarvikan fyrir skátastarf veturinn 2016-2017 hafin og foringjarnir eru á fullu að skipuleggja starf vetrarins, fundartímar fara að skýrast og munum við auglýsa þá hér á síðunni síðar í þessari viku. Við hlökkum ótrúlega til að sjá alla félagana okkar aftur og bjóðum nýja félaga hjartanlega velkomna. Hið hefðbunda skátastarf hefst svo 5. september og  fyrir þá sem hafa ekki tekið þátt í starfinu okkar áður er boðið að koma á prufu fund í september til að skoða hvort að skátastarf sé ekki eitthvað fyrir þá.

Endilega fylgist svo með viðburðadagatalinu okkar svo að þið missið ekki af neinu 🙂

Uppskeruhátíð og vetrarstarfi lýkur

Í þessari viku eru síðustu skátafundir á þessari önn og þennan veturinn. Við ætlum að kveðja vetrarstarfið með uppskeruhátíð sem haldin verður við skátaskálann á Árbæjarsafni 19. maí kl. 17:30. Við hvetjum foreldra og systkini að koma með skátanum á hátíðina og viljum við biðja ykkur um að skrá þann fjölda sem mætir því við ætlum að grilla pylsur. Skráning fer fram hér. 

Við þökkum fyrir ævintýralegan og skemmtilegan vetur og hlökkum til að sjá ykkur aftur nk. haust 🙂

Skátakveðja

Stjórn, foringjar og starfsmenn

Skátafélagsins Árbúa

Útilífsskóli Árbúa sumarið 2016

Góðan dag og gleðilegt sumar!
Nú er búið að opna fyrir skráningar í ár í Útilífsskóla Árbúa og skráningar þegar farnar að streyma inn.
Námskeiðin í sumar verða eftirfarandi:

Námskeið 1 – 13.- 24. júní

Námskeið 2 – 27. júní – 8. júlí

Námskeið 3 – 11.-15. júlí

Námskeið 4 –  8.-12. ágúst

Hægt er að skrá sig bara aðra vikuna á námskeiðum 1 og 2.

Skráning og nánari upplýsingar má finna hér á www.utilifsskoli.is

Vonumst til að sjá ykkur sem flest aftur.

Skátakveðja

Starfsfólk

Útilífsskóla Árbúa