DRÓTTSKÁTAR

Skátar á aldrinum 13-15 ára nefnast dróttskátar. Það er frábært að taka þátt í dróttskátastarfi, 5-7 vinir mynda flokk sem hittist einu sinni til tvisvar í viku og undirbýr eða framkvæmir verkefni sem hópinn langar til að vinna að – flóknara er það nú ekki.

Starfið í dróttskátum

dsstelpur

Dróttskátasveitin  DS. Pegasus er fyrir börn fædd 2001, 2002 og 2003.

Sveitin er því miður ekki starfandi í vetur í heimilinu, ef áhugi er fyrir starfi þá er velkomið að hafa samband við okkur arbuar@skatar.is

Við skátarnir vitum að fólk lærir af reynslunni. Við leggjum áherslu á að unglingar prófi nýja hluti, nemi ný lönd og víkki sjóndeildarhringinn í hópi jafnaldra. Verkefnin hafa tilgang, því þó þau séu spennandi og skemmtileg, eru þau einnig leið skáta til að auka þekkingu og færni og búa skátana undir lífið.

Við erum fullviss um að unglingum finnst mikilvægt að vera sjálfstæðir, virkir og ábyrgir – og að þeir hafa gaman af félagsskap jafnaldra sem bera virðingu fyrir náttúrunni og fara saman í ferðir og útilegur – þess vegna er dróttskátastarf fyrir unglinga eins og þig.

Vertu með! Smellið hér til að skrá þig í skátana

 

Dagskrá haust 2016

13. september – Baka

20. september – Leikafundur

27. september – Eld fundur, grilla S‘mores

4. október – Pokémon GO fundur

8-9. október – DS.Lanið

11. október – Feluleikur í Dimmu

14-16. október – Félagsútileiga

 

Ath! dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.