Skátar á aldrinum 10-12 ára nefnast fálkaskátar. Skátastarf er skemmtilegt og þannig á það að vera, ef starfið er ekki skemmtilegt – þá er það ekki skátastarf.
Starfið í fálkaskátum
Fálkaskátasveitin Rauðskinnar er fyrir börn fædd 2oo9, 2010 og 2011.
Fundir eru haldnir á miðvikudögum kl. 17:00 – 18:30 í skátaheimilinu Hraunbæ 123.
Sveitaforingi eru Katrín Kjartansdóttir.
Aðstoðarforingjar eru Kjartan og Sæbjörg.
Eins og fálkinn konungur háloftanna, fylgja fálkaskátar fordæmi helstu kappa Íslandssögunnar sem vildu bæði nema ný lönd og kanna ókunn svið í hópi félaga og vina.
Fálkaskátar starfa í 5-7 manna flokkum jafnaldra sem funda vikulega. Flokkarnir velja sér spennandi verkefni að fást við og njóta leiðsagnar fullorðinna foringja.Nokkrir flokkar mynda skátasveit sem vinnur saman að margskonar verkefnum og fer saman í ferðir og útilegur, jafnt sumar sem vetur.
Verkefnin og ferðirnar hafa tilgang, því þó þau séu spennandi og skemmtileg, eru þau einnig leið skáta til að auka þekkingu og færni og búa skátana undir lífið sem virka, ábyrga og sjálfstæða einstaklinga sem bera virðingu fyrir landi sínu og náttúru.
Vertu með! Smellið hér til að skrá þig í skátana
Dagskrá haust 2021
Skátarnir eru beðnir um að mæta alltaf klædd eftir veðri enda eru skátar ávallt viðbúnir!
Ath! dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.